• 5 x 1,5 klst verklegir tímar

    1x í viku með heimavinnu

  • Bóklegt + video

    Aðgangur að netnámskeiðinu

  • Verð

    30.000 krónur

Velkomin á Hvolpa/Grunnnámskeiðið

Þú færð:

  • 5x1,5 klst = 7,5 klst verkleg kennsla á staðnum
  • Persónuleg kennsla - lítill hópur (hámark 6)
  • NÝTT - Aðgang að netnámskeiði - Ítarleg myndbönd og lýsingar á netinu flestum verklegum æfingum gerðar eru í tímunum.
  • Bóklegt efni á netinu


Námskeiðið er fyrir allan aldur en hvolpar þurfa þó að hafa náð 12 vikna aldri og vera bólusettir. Ef þú ert með 8 vikna hvolp og finnur námskeið hjá okkur sem byrjar eftir t.d. mánuð getur þú hinsvegar skráð þig strax og þannig fengið aðgang að myndböndum á netinu í millitíðinni og þannig þarftu ekki að bíða.

Á námskeiðunum eru að hámarki 6 hundar. Fáir hundar á hverju námskeiði gerir okkur kleift að sýna hverjum og einum persónulegri athygli og leiðsögn.

 Við notum jákvæðar þjálfunaraðferðir og umbun og hjálpum þér þannig að búa til sterkt samband og gangkvæmt traust manns og hunds.

Námið skiptist í bóklegt nám sem fer fram á netinu og verklegt nám

Verklegt:

Allir verklegir tímar byrja á því að gera þær æfingar sem voru settar fyrir sem heimavinna og svo 2-3 nýjar æfingar sem að verða heimavinna fyrir næsta tíma. Farið verður yfir:

  • Mikilvæg grunnatriði
  • Að slaka á
  •  Sterkt innkall
  • Taumganga
  • Setjast, leggjast, standa
  • Að mæta fólki
  • Að mæta hundum
  • Meðhöndlun
  • Að virkja hundinn

Bóklegt:

Bóklegi hlutinn fer fram á netinu í formi fyrirlestra en einnig verða þessi atriði rædd þegar við hittumst. Þú hefur aðgang að bóklega námsefninu í 10 vikur og getur horft hvenær sem þú vilt. Bóklegi hlutinn inniheldur meðal annars:

  • Hvað er að læra
  • Hvernig læra hundar
  • Félagsmótun og umhverfisþjálfun
  • Tenging manns og hunds
  • Mismunandi þjálfunaraðferðir
  • o.fl.


Skráning