• Video yfirferð
    • Þú sendir inn video og við förum yfir og leiðbeinum 1x-4x í mánuði eftir áskrift
    • Video getur verið t.d. slæm hegðun sem þú vilt losna við, betrumbæta æfingar eða annað sem þér dettur í hug.
  • Aðgangur að námsportal
    • Þeir sem eru í áskrift með aðgang að portal geta séð spurningar/video annara og svörin við því.
    • Þú lærir því af öðrum og færð svör við spurningum sem þú spurðir ekki endilega.
  • Einkakennsla (online)
    • Auk þess að vera í samskiptum og ræða vandamálin undir video-um þá höfum við einkatíma á netinu í gegnum fjarfundarbúnað 1x í mánuði.
  • Aðgangur að núverandi og framtíðar online námsefni
    • Í okkar reglubundnu tímum er online theory efni, þú færð aðgang að því
    • Þú færð einnig aðgang að öllu því sem að mun koma til með að koma online í framtíðinni
  • Afsláttur af einkakennslu
    • Sem áskrifandi færðu afslátt af einkakennslu
    • Mismunandi afsláttur er veittur eftir áskrift
  • Afsláttur af reglubundnum námskeiðum
    • Þú færð afslátt af þeim námskeiðum sem að hundakúnst heldur reglubundið eins og hvolpa/grunn - námskeið, frá hvolpi að stjörnu, framhaldsnámskeið o.fl.
    • Ath. að sérnámskeið, svo sem þar sem að við fáum erlenda kennara eru ekki hluti af reglubundnum námskeiðum.
  • Skuldbinding
    • Þú skuldbindur þig í x mánuði
    • Einungis er greitt mánaðarlega
  • Verð án áskriftar
    • Viðmiðun miðað við online einkatíma (12.000 krónur tíminn)
    • Áætlaður tími sem að fer í viðkomandi á mánuði (horfa á video, greina vandamálið, útskýra/skrifa við video og einkatímar)

Gott að hafa í huga

  1. Við áskiljum okkur rétt á því að stoppa nýjar áskriftir ef vinnan á okkur verður of mikil
  2. Reikningar berast í heimabanka og eru fyrir komandi mánuð
  3. Segja þarf upp áskrift  amk viku fyrir mánaðarmót
  4. Almennt er farið yfir myndbönd á mánudögum og þriðjudögum en getur breyst ef óviðráðanlegar aðstæður skapast eins og veikindi eða annað viðlíka.
  5. Öll myndbönd sem á að svara þurfa að koma inn fyrir kl 16 á mánudögum. Ef þau koma síðar inn gæti þeim verið svarað í vikunni á eftir, tveimur vikum síðar eða mánuði síðar (fer eftir áskrift) en þeim mun vera svarað
  6. Þeir sem að eru í Gull pakkanum geta sett inn myndbönd inn aðra hverja viku
  7. Þeir sem eru í Platinum pakkanum geta sett inn myndbönd í hverri viku
  8. Í einstaka tilfellum gætu myndbönd farið framhjá okkur. Vinsamlegast hafið samband ef þið settuð inn myndband en því var ekki svarað.
  9. Myndbönd á námsportal eru opin öllum áskrifendum í gull og platinum pakkanum. Með þessu viljum við stuðla að því að allir fái sem mest útúr áskriftinni. Sért þú með persónuleg málefni eða viljir ekki byrta myndbönd fyrir aðra að sjá biðjum við þig að hafa samband beint. Einnig er hægt að ræða slíkt í einkatímunum.
  10. Einkatímar fara fram á fyrirfram ákveðnum tímum í samráði við þig.