Styrktarnámskeið
Tveggja daga námskeið sumarið 2022
Viltu hafa hundinn í góðu formi fyrir sýninguna, hlíðniprófið, dráttaræfingar eða aðrar hundaíþróttir sem þið viljið njóta saman til að minnka líkur á slysum eða álagsmeiðslum. Hundar rétt eins og menn þurfa að vera í góðu formi og gera styrktaræfingar á hinum ýmsu líkamspörtum.
Auk þess að minnka líkur á meiðslum þá hjálpa styrktaræfingar til að undirbúa vel þjálfaða hunda í annarskonar hundaíþróttir á öllum stigum.
Styrktarþjálfarinn Ann-Katrin Neby mun koma til landsins og halda námskeiðið með okkur helgina 25-26 júní. Þú munt læra grunnatriði styrktarþjálfunar fyrir hunda. Farið verður yfir mikilvægustu reglur styrktarþjálfunar og æfingar til þess að sýna þér hvernig best er fyrir þig og hundinn að byrja styrktaræfingar.
Námskeiðið mun gefa þér grunninn til að byrja styrktaræfingar með þínum hundi á eigin vegum.
Athugið að námskeiðið er ætlað líkamlega heilbrigðum hundum
Skráning hér neðst á síðunni
Veldu námskeið og tíma